Lausnir fyrir ökutæki af öllum stærðum og gerðum
Fjölskyldubíllinn
Kjarninn í starfsemi okkar er þróun og framleiðsla aukamiðstöðva og sóllúga til ísetningar í bíla frá nánast öllum bílaframleiðendum í heiminum.
Lausnir fyrir báta
Við höfum sömu ástríðu fyrir bátum og snekkjum og þú. Njóttu ógleymanlegra augnablika með fullkomnum loftgæðum um borð. Webasto er áreiðanlegur en ósýnilegur förunautur á ævintýraferðum þínum. Láttu þér líða vel óháð stað og stund.
Húsvagninn
Við höfum sömu ástríðuna fyrir útilegum og þú. Húsbíllinn eða hjólhýsið býður þér upp á einstaka leið til þess að uppgötva heiminn og láta þér líða vel – rétt eins og þú værir heima hjá þér! Njóttu þess að vera í fríi með Webasto.
Vörubíllinn
Kyndingar- og loftkælingarlausnir Webasto sjá til þess að þægilegt sé að vinna í innanrými bílsins. Jafnvel þegar bílnum er lagt og vélin er ekki í gangi. Þannig þarf vélin síður að ganga í lausagangi. Minni eldsneytisnotkun skilar sér í aukinni hagkvæmni í rekstri og orsakar minni mengun.
Lausnir fyrir létt ökutæki
Webasto býður upp á mikið úrval afkastamikils búnaðar sem er sniðinn að sérhæfðri flutningastarfsemi. Það er sama hvort um er að ræða ferskvöru, lyf sem eru viðkvæm fyrir hitastigi eða þægilegt hitastig í ökumannshúsi – við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir fyrir allar gerðir ökutækja og hvers kyns notkun.
Fjallabíllinn
Við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir fyrir kyndingu, kælingu, lýsingu og loftræstingu í vinnu- og landbúnaðarvélum. Þær tryggja að hiti og kuldi setji ekki strik í reikninginn hjá þér: Framsæknar glerlausnir okkar sameina þægindi og orkusparnað; tækni okkar fyrir notkun aukamiðstöðva og loftkælinga þegar vélin er ekki í gangi kemur í veg fyrir að vélin gangi í lausagangi að óþörfu og skilar þannig miklum eldsneytissparnaði.
Langferðabíllinn
Með miklu úrvali kyndingarbúnaðar, loftkælinga og lúga býður Webasto upp á sérsniðnar lausnir fyrir hópbifreiðar. Þannig sjáum við ökumönnum og farþegum fyrir sem mestum þægindum og öryggi auk þess sem við bjóðum upp á öfluga þjónustu fyrir rekstraraðila hópbifreiða. Víðtækt þjónustunet tryggir öryggi um allan heim.
Lausnir fyrir sérútbúna bíla
Sérútbúnir bílar eru í notkun alla daga. Áhöfnin verður að geta reitt sig á tæknibúnaðinn um borð, einkum kyndinguna og loftkælinguna. Þessi búnaður tryggir þægindi og öryggi. Lausnir frá Webasto sjá til þess að þægilegt sé að vinna bæði í farþega- og farmrýminu, jafnvel þegar vélin er ekki í gangi. Minni eldsneytisnotkun skilar sér í aukinni hagkvæmni í rekstri og orsakar minni mengun.