Fullkomið hitastig

21° tilfinningin er ekki hitastig í raun.
Það kann að vera að þér líði sérstaklega vel við 22,3°, en svo viltu kannski 19,8° hitastig í kvöld.

En við vitum fyrir víst að fólk kann yfirleitt best við hitastig á bilinu 20° til 23°. Það er þess vegna sem 21° er frekar táknrænt í okkar huga. Tákn um fullkomna vellíðan. Tákn um viðvarandi líkamlega vellíðan.
Sama hversu kalt er utandyra.

Webasto bílastæðahitararnir tryggja fullkomna 21° tilfinningu í ökutækinu þínu.

Fyrir bílinn þinn

Þægilegur hiti í bifreiðinni þinni, gott skyggni á vegum - og það er jafnvel áður en þú leggur af stað. Stærð bifreiðarinnar skiptir engu máli því Webasto býður upp á rétta bílastæðahitarann til að setja upp í bílnum þínum. Allt frá skilvirkum yfir í aflmikla hitara.

Fyrir bátinn þinn

Elskar þú að finna goluna leika um bátinn eða snekkjuna þína? Væri ekki frábært að finna hlýju og vera þurr þegar svo stendur á? Þá ættir þú að fá Webasto um borð - svo að öll ævintýri á hafi úti einkennist af eintómri vellíðan.

Fyrir húsbíla og hjólhýsi

Kannt þú vel við þig á vegum úti? Elskarðu frelsið sem fylgir því - ásamt þægindum Webasto? Við bjóðum upp á réttu upphitunarlausnirnar fyrir húsbílinn eða hjólhýsið þitt. Því bestu ævintýraferðirnar byrja og enda í hlýjum og þægilegum grunnbúðum.

Webasto býður upp á afkastamikil upphitunarkerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Við finnum ávallt viðeigandi lausnir fyrir stór fyrirtæki og sérhæfðar flutningsaðstæður. Með víðtækri þjónustu okkar getur þú tekist á við hvaða áskorun sem er.

Fyrir sendiferðabíla

Þú kemur öllu örugglega á áfangastað með sendiferðabílnum þínum - í alls kyns veðri. Því er það ómissandi að vera með áreiðanlega tækni um borð. Webasto býður upp á réttu upphitunarlausnirnar fyrir allar aðstæður.

Fyrir vörubifreiðar

Vörubifreiðin þín er vinnustaðurinn þinn. Svo gott andrúmsloft er nauðsynlegt. Þú vilt ekki láta kuldann stjórna ferðinni heldur ráða við allar aðstæður. Webasto sér um það fyrir þig - og líka á bílastæðinu þegar slökkt er á vélinni.

Fyrir hópbifreiðar

Sérsniðnar upphitunarlausnir fyrir rútur. Fyrir ökumenn og rekstraraðila þýðir það: Nákvæmlega rétt hitastig fyrir öryggi á bak við stýrið - með skilvirkum afköstum. Þægilegt hitastig svo að allir farþegar séu í góðu skapi.

Önnur notkun hjá fyrirtækjum