+Því Webasto bílastæðahitararnir eru svo sannarlega alhliða lausnir þegar kemur að þægilegu andrúmslofti!
Er eitthvað betra en að fara inn í heitan bíl á köldum og blautum eða snjóþungum degi og aka á brott með fullkomið útsýni? Eða finna brakandi ferskt loft blása um innanrýmið á heitum dögum þökk sé loftblásurunum? Láttu slík þægindi eftir þér og njóttu 21° tilfinningarinnar í bifreiðinni þinni – á öllum tímum ársins!
Þú getur treyst á rafdrifna eThermo Top Eco til að hita upp innanrými bifreiðarinnar þinnar og vélina og bjóða hitaþægindin sem þú ert vön/vanur - hentar fyrir alla bifreiðaflokka.
Hvort sem þú ekur litlum, meðalstórum, lúxusbílum eða sendiferðarbílum býður Webasto upp á fullkomna bílastæðahitara fyrir allar gerðir ökutækja - fyrir einstaka vellíðan og aukið öryggi.
Allt sem við bjóðum upp á - fær ávallt bestu umsagnirnar! Hjá „TÜV SÜD“ eða „Auto Motor und Sport“. Sigurvegarinn í prófunum á bílastæðahiturum er alltaf Webasto.
Nú er auðvelt að mæta á réttum tíma, meira að segja í snjó og ís, því þú þarft ekki lengur að eyða tíma í að skafa! Bifreiðin er tilbúin þegar þú þarft á henni að halda!