Áreiðanleg kæling fyrir flutningabíla

Ferskleiki er nauðsynlegur hjá mörgum gerðum af vörum, hvort sem um er að ræða lyf, málningu og íðefni, ávexti og grænmeti, fisk og kjöt. Svo við flutninga þeirra þarf allt að vera nákvæmlega rétt: kælikerfi, sem hentar fullkomlega, afkastamikil tækni og þægileg stjórnun á þessu öllu. Webasto er leiðandi alþjóðlegur sérfræðingur á loftslagsstýringarkerfum – það á auðvitað bæði við um upprunalegan búnað og ísetningu á nýjum búnaði í flutningabíla.

Gæðin borga sig - með matvæli og kælikerfi frá Webasto.

Fullkomin kæling, áreiðanlegir flutningar

Frábær loftslagsgæði, sérsniðnar lausnir og alhliða þjónusta eru aðalsmerki Webasto. Það eru ekki bara alþjóðlegir framleiðendur fjöldaframleiddra bíla sem leggja traust sitt á okkur, það gerir eftirmarkaðurinn og bílaviðskiptavinir líka. Þeir vita: Webasto þróar ávallt snjallar lausnir fyrir tilteknar kröfur þeirra og er ávallt skrefi á undan í tæknimálum. Vel á minnst að þá á það líka við um vöruhönnun.
Til að geta boðið upp á yfirburðagæði, verður allt að vera nákvæmlega rétt – en það er það sem knýr okkur áfram.

Þaklausnir

Helstu íhlutir Webasto þakkælingarkerfanna fyrir flutninga eru í fyrirferðalitlu húsi með litla loftmótstöðu. Kælikerfin, með val um getu allt að 5,640 W henta til flutninga á ferskvörum (> 0 °C) og djúpfrystan farm (< 0 °C). Valkvæð biðstöðuvirkni býður upp á kælingu án þess að vélin sé í gangi.

Kostir við þakloftkælingarkerfi fyrir flutninga:

  • Fyrirferðalítil hönnun
  • Innbyggð þjappa í gufuþéttinum í öllum rafgeymisknúnum lausnum
  • Fullkomin samræming á loftkælingaríhlutum
  • Hröð og einföld uppsetning