Upplýsingar um færanlega kælingu

Yfirlit með áhugaverðum staðreyndum, ráðum og mikilvægum stöðlum: Mikilvægar upplýsingar um færanleg kælikerfi má finna hér í samantekt.

Hitastig fyrir færanlega kælikerfið þitt

Við kæliflutninga skiptir rétt hitastig öllu máli. Af þeirri ástæðu ættir þú að flytja vörur í samræmi við markhitastig þeirra í kælda ökutækinu þínu. Auk þess veitum við einnig almennar leiðbeiningar um viðeigandi kælingu við flutninga.

Venjulega ætti að flytja frosnar vörur, einkum fisk, við stöðugt -18 °C hitastig. Fullkomin skilyrði fyrir frosin matvæli eins og eggjavörur, kjöt og matreiðslufeiti eru á bilinu -14 °C og -10 °C.

Kældar vörur eru ekki frosnar. Þrátt fyrir það ætti að geyma ferskan fisk og krabba (2 °C), kjöt, pylsur og eggjavörur (3 °C) nálægt frostmarki í kæliökutækinu. Mjólk, rjómi og ostur eru ekki eins viðkvæmar vörur hvað kælingu í flutningum varðar (4 °C).

Vörum, sem ekki þarfnast kælingar, - eins og ávexti og grænmeti, en einnig blóm og blómlauka - ætti einnig að halda ferskum við kælda flutninga. Við ráðleggjum hitastig á bilinu 4 °C til 8 °C. Öll færanleg kælikerfi Webasto búa yfir nákvæmum hitastillingum og tryggja að viðeigandi geymsluaðstæðum sé fylgt.

Ráð fyrir færanlega kælikerfið þitt

Góð kæling er helmingur baráttunnar: Það þarf að hafa nokkur atriði í huga svo að vörurnar þínar komist kaldar á áfangastað í sem bestu mögulegu ástandi.
Hér eru nokkur ráð fyrir kæliökutækið þitt:

1. Lokuð tjöld fyrir ferskleika
Komdu í veg fyrir að hiti berist inn með því að nota tjöld í kæliökutækinu, einkum ef tíðar sendingar eru í þéttbýli, þau eru einnig orkusparandi.

2. Svalir staðir
Það er betra að leggja kæliökutæki í skugga ef heitt er utandyra.

3. Hitaðu upp af og til
Kæliflutningar á vörum, sem ekki þarfnast kælingar, ættu að fara fram á kjörhitabilinu 4 °C til 8 °C á köldum vetrardögum með eina af upphitunarlausnum Webasto.

4. Köld ferming
Þegar kæliökutækið er fermt skaltu vera svalur/svöl: Ekki slökkva á eimaranum og leyfðu loftinu að streyma með sem bestum hætti - jafnvel á jörðunni!

5. Fastsett þýðing
Sjálfvirk affrystingaraðgerð er í boði til að affrysta eimarann með hraði. Affrystingarferlið er svo hraðvirkt og skilvirkt að það hefur ekki áhrif á hitastigið á kælisvæðinu. Aðgerðin er sérstaklega gagnleg ef raki er mikill og kælisvæðið er opnað oft.

6. Hafðu stjórn á málunum
Kælilausnir Webasto þarfnast lítils viðhalds. Við ráðleggjum tíðar skoðanir í samræmi við tilgreinda tíma. Webasto er með víðtækt net söluaðila í þessu skyni.

Staðlar við kæliflutninga

ATP er samkomulag um alþjóðlega flutninga á matvælum með lítið geymsluþol. Annars vegar kveður það á um prófunarskilyrði til að raða kæliökutækjum eða færanlegum kælikerfum í flokka. Hins vegar kveður það á um flutningshitastig fyrir kæliflutninga.

Kæliökutæki er prófað með hitastig utandyra að meðaltali um 30 °C og má raða því í eftirfarandi flokka:

A flokkur – hitastig á bilinu 12 °C til 0 °C
B flokkur – hitastig á bilinu 12 °C til -10 °C
C flokkur – hitastig á bilinu 12 °C til -20 °C


Viðurkennd prófunarmiðstöð kveður á um frammistöðu færanlegra kælilausna. Á meðan prófinu stendur verður kæliökutækið að halda hitastiginu undir lægsta gildi í viðeigandi flokki í 12 klukkustundir. Á meðan því stendur er 35% álagi bætt á hitann sem berst inn í farrýmið.

Eins og búast má við eru allar færanlegar kælivörur Webasto með ATP-vottun.

Öll kæliökutæki og viðeigandi færanleg kælikerfi má aðeins nota með auðkennismerki og gildu samþykkisvottorði. Frekari upplýsingar um merkingar má fá hjá viðeigandi TÜV-prófunarmiðstöð.