Kjöraðstæður fyrir lækningavörur

Lyfjaflutningar leggja sérstakar kröfur á flotann þinn. Það er vegna þess að lyf eru dýrmætur farmur. Framleiðsla á lyfjum er oft tímafrek, dýr og það þarf oft að flytja þau með hraði. Þessar viðkvæmu vörur þarf því að flytja með áreiðanlegum og faglegum hætti.

Webasto býður upp á upphitunar- og kælikerfi til að flytja lyf - sem henta öllum tegundum af loftslagi og fjárhag.

Skýr útlistun frá löggjafanum

Tilskipun 2001/83/EB frá Evrópusambandinu kveður á um almenn skilyrði fyrir öruggan flutning og faglega dreifingu á lyfjum. Aðildarríkin munu lögleiða tilskipunina í innlenda löggjöf.

Tilskipun ESB 2001/83/EB, Grein 80 (g)
Söluaðilar og dreifingaraðilar lyfja bera ábyrgð á:

  • Að tryggja og viðhalda skilgreindu hitastigi í farmrýminu
  • Notkun á flutningabílum með viðeigandi útbúnaði
  • Að sýna fram á að viðeigandi hitastigi sé fylgt

Búðu út flotann þinn áður en þessar nýju reglur taka gildi - með sérsniðnum upphitunar-, loftkælingar, og kælilausnum Webasto fyrir flutninga. Við bjóðum einnig upp á viðeigandi stjórnbúnað.

Viðeigandi lyfjalausnir

Webasto getur boðið upp á kjörnar lausnir fyrir allar mögulegar þarfir, einkum þegar kemur að flutningi á lækningavörum.

Kerfi fyrir allan fjárhag

Webasto býður upp á viðeigandi loftkælingarkerfi fyrir allan fjárhag, allt frá hagkvæmum grunngerðum yfir í sérsniðnar lausnir.