Fylgihlutir fyrir sjávarútveg

Loftkerfi

Webasto Air kerfin bjóða upp á bestu lausnina fyrir dreifingu á kældu lofti um bátinn. Með því að velja bestu íhlutina fyrir loftkerfið þitt tryggir þú lítinn hávaða við mesta hraða blásarans til að fá fram sem besta kælingu.

Dælur

Fyrir stöðuga starfrækslu á loftkælingarkerfum er nauðsynlegt að vera með kraftmikið sjórennsli til að kæla gufuþéttinn og forðast að háþrýstingur slái út loftkælingareiningunni. Sjódælan verður að sjá fyrir slíku vatnsrennsli í gegnum loftkælingareininguna.

Vatnskerfi

Einkenni íhluta Webasto vatnskerfisins er auðveld samsetning og áreiðanleg notkun.

Forásett einangrun tryggir verulegan sparnað á uppsetningartíma fyrir skipasmiði og gríðarlegur fjöldi samhæfðra íhluta, sem auðvelt er að koma fyrir, gerir uppsetningu mjög auðvelda.

Fersklofts- og loftræstieiningar

Þessir íhlutir stjórna rennsli á fersku lofti inn í bátinn með mun á hitastigi að utanverðu/innanverðu og sameiginlegri stýringu fyrir loftræstingu. Rafstýringin er með tvö aðskilin blásaraúttök: eitt fyrir ferskloftsinntak og hitt fyrir loftúttak loftræstingarinnar.

Blásaraeiningar

Innfeldu blásaraeiningarnar veita lofti til eða frá káetunum (lág rafmagnsnotkun).

Loftflæðisstillar

Loftflæðisstillarnir stýra viðeigandi loftrennsli á fersku lofti og lofti frá káetunni.

Nýjung til að snerta

Næsta kynslóð stjórnbúnaðar.
Nýja MyTouch skjástjórneiningin er staðalbúnaður í öllum BlueCool A/C línunum. Auðveld stjórnun þökk sé einföldum táknum og vel skipulagðri stjórnvalmynd á tíu tungumálum.

Samhæft við Vimar Eikon, Eikon Evo og öðrum hlífðarplötum.