Sérsniðnar lausnir

Webasto býr að 30 ára reynslu af framleiðslu háþróaðs sjálfvirks þakbúnaðar sem við yfirfærum á báta: hreyfibúnaður, háþróuð efni, vatnsstjórnun og þéttikerfi. Við hrindum hugmyndum þínum í framkvæmd og tryggjum fyrsta flokks gæði og framúrskarandi sérfræðikunnáttu. Stigskipt verkefnastjórnun og sameiginleg teymi tryggja miðlun sérfræðiþekkingar til verkfræðinga þinna.

Árangur okkar byggir á þremur meginþáttum

Myndrænni framsetningu vörunnar

Hugmyndir eru settar fram með myndrænum hætti. Stigskipt verkefnastjórnun sér til þess að stöðumat fer reglulega fram og takmarkar þannig áhættu viðskiptavinarins.

Vöruþróun

Myndræn framsetning færð í tæknilegan búning. Sameiginleg teymi krefjast virkrar þátttöku af hálfu viðskiptavinar (markaðssetning, rannsóknir og þróun, framleiðsla).

Vörumat

Undirbúningur allra teikninga fyrir birgja og samsetningu. Miðlun verðmætrar sérfræðikunnáttu tryggir að útkoman úr verkefninu verði eins og best verður á kosið.

Auktu virði bátsins og vörumerkisins þíns