Bein leið að bestu lausninni.

Þjónusta sem felur í sér virðisauka fyrir viðskiptavininn, til viðbótar við ávinninginn af sjálfri vörunni. Þjónusta þar sem sérfræðiþekking fyrirtækisins er nýtt til að skapa sérsniðnar lausnir.
Hjá Webasto köllum við þetta Service 360°.

Webasto er með starfsemi á yfir 50 stöðum um allan heim. Þak- og blæjubúnaður og kyndi-, kæli- og loftræstikerfi frá okkur eru í notkun í svo gott sem öllum löndum í öllum heimsálfum.

Eins margbreytileg og þessi lönd og viðskiptavinir okkar um allan heim eru hafa allir sömu væntingar um fyrsta flokks gæði. Sem fyrirtæki sem hefur þróað, framleitt og selt vörur fyrir bílaiðnaðinn í meira en 75 ár erum við hjá Webasto mjög meðvituð um það lykilhlutverk sem þjónustan gegnir í öllum okkar rekstri.

Service 360° verður að byggjast á faglegri færni og beinum samskiptum.

Söludeild okkar er hlekkurinn sem tengir saman þínar þarfir og sérfræðinga okkar á hinum ýmsu sviðum og veitir þér þannig aðgang að allri þjónustu sem Webasto hefur upp á að bjóða.

Webasto Engineering & Technical Services

Við veitum sömu faglega þjónustu hvort sem um ræðir sérsniðnar lausnir fyrir viðskiptavini áður en gengið er frá sölu eða hraðan og aðgengilegan stuðning eftir sölu.

Webasto Testing & Validation

Strangt gæðaeftirlit með innanhússprófunum á öllum stigum, allt frá vöruhönnun til uppsetningar og þjónustu eftir sölu.

Webasto Logistics

Framboð á vörum og varahlutum er eins og best verður á kosið: Meira en 98% til uppsetningar hjá framleiðendum og 95% til síðari ísetningar.

Webasto Training

Sérvalin þjálfun og námskeið stuðla að því að byggja upp og halda við tækniþekkingu á staðnum.

Webasto Marketing

Fagleg ráðgjöf og stuðningur við að byggja upp vörumerkið og auka sölu með aðgangi að markaðssetningarþjónustu okkar.