Einstaklega snjallir og sparneytnir

Afköst ísskápa með þjöppu eru umtalsvert meiri en nokkurs ísskáps með frásogi sem er í boði. Þjöpputæknin fyrir ísskápa er framsækin tækni sem býður upp á aukin þægindi í húsbílum og hjólhýsum. Í Isotherm-kælingarlausnum okkar notum við eingöngu einstaklega hljóðlátar og fyrirferðarlitlar þjöppur frá Secop/Danfoss sem hafa sýnt sig og sannað í bílaiðnaðinum.

Ísskápar fyrir húsbíla og hjólhýsi

Síðustu fimm árin hefur Webasto átt í samstarfi við framleiðanda ísskápa á Ítalíu og hefur þannig getað boðið upp á ísskápa fyrir báta. Webasto býður nú einnig upp á háþróaðar kælingarlausnir fyrir húsbíla og hjólhýsi.

Vörumerkið Isotherm er vel þekkt í bátageiranum um allan heim og stendur fyrir ísskápa með þjöppum í hæsta gæðaflokki. Webasto býður nú upp á þessar margreyndu lausnir sérstaklega fyrir framleiðendur húsbíla og hjólhýsa um allan heim. Afköstin, stærðin og rúmtakið gera ísskápa með þjöppu ekki aðeins að spennandi kosti fyrir húsbíla, heldur einnig fyrir hjólhýsi.

Samspil útlits og tækni – Cruise Elegance-ísskápar

Cruise Elegance-ísskáparnir eru í boði í fjórum stærðum, með rúmtaki frá 49 lítrum og allt upp í 130 lítra.

Vöruyfirlit (Indel Webasto Marine)

Tilvaldar fyrir daglega notkun – kæliskúffur

Isotherm-kæliskúffurnar bjóða upp á þægilegan aðgang að matvælum og drykkjarföngum með sterkbyggðum skúffubúnaði.

Vöruyfirlit (Indel Webasto Marine)

Þægindi sem þú tekur með þér – ferðabox

Isotherm-ferðaboxin eru fullkomin lausn til að taka fersk matvæli og drykkjarföng með sér hvert sem er.

Vöruyfirlit (Indel Webasto Marine)

Lausnir fyrir allar þarfir – sérsniðnir ísskápar

Markmið Webasto með því að bjóða upp á háþróaða Isotherm-ísskápa með þjöppu er að kynna til sögunnar lausnir sem ekki hafa sést áður á markaði fyrir húsbíla og hjólhýsi.

Vöruyfirlit (Indel Webasto Marine)

Hvernig virkar hann?

Þjappan þjappar gasi (R134a). Þegar þjappaða gasinu er sleppt þenst það út í eiminum og dregur þannig í sig varma. Þessi hiti er dreginn úr eiminum í ísskápnum, en það kælir ísskápinn. Í Isotherm-ísskápum er eimirinn ekki alltaf falinn, heldur innbyggður í kælihólfið til að skila betri afköstum.

Náðu fram umtalsverðum orkusparnaði

Með Isotherm Smart Energy Control bjóðum við upp á einstaka leið til þess að draga umtalsvert úr orkunotkun kælitækja.