Webasto – Hefð fyrir framþróun

Webasto er framsækinn samstarfsaðili næstum allra bílaframleiðanda í heiminum og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá því fyrirtækið var stofnað árið 1901. Við þróum og framleiðum þak- og blæjubúnað, kyndingar- og kælikerfi sem og hleðslulausnir og rafhlöðukerfi fyrir rafbíla. Fyrirtækið er einn af 100 stærstu birgjum fyrir bílaiðnaðinn á heimsvísu.

Webasto – Hefð fyrir framþróun

Meira fyrir bílinn þinn

Webasto er leiðandi framleiðandi þakbúnaðar, blæjubúnaðar og aukamiðstöðva og er á meðal 100 stærstu birgja fyrir bílaiðnaðinn í heiminum í dag. Fyrirtækið leggur jafnframt áherslu á hinn sívaxandi markað fyrir rafbíla með kyndibúnaði, hleðslulausnum og rafhlöðukerfum.

Hefð fyrir framþróun

Nafnið er myndað úr upphafsstöfum Wilhelm Baier, Stockdorf. Í upphafi framleiddi fyrirtækið stansbúnað, vírherðatré og heimilistæki. Í dag þróar, framleiðir og selur Webasto alhliða þak- og blæjubúnað sem og kyndi-, kæli- og loftræstikerfi á meira en 50 stöðum um allan heim.

Fjölmiðlar og viðburðir

Rekstur okkar er afar fjölbreyttur. Fylgstu þess vegna með fréttum af Webasto og vöruúrvali fyrirtækisins í fjölmiðlamiðstöð okkar.
Við tökum einnig þátt í fjölda kaupstefna og annarra viðburða. Líttu endilega við.

Ástríðan – verðmætasti efniviðurinn

Nýsköpun á tæknisviðinu krefst sérfræðinga sem láta verkin tala og hafa ástríðu fyrir bílaiðnaðinum. Það sem við lofum meira en milljón ökumönnum er það sama og við ábyrgjumst gagnvart starfsfólki okkar: Frábært andrúmsloft.

Fyrirtækið

Við þróum nýja tækni fyrir samgöngur framtíðarinnar og verðum betri með hverjum deginum sem líður – það er það sem drífur okkur áfram. Kynntu þér merkingu slagorðsins „Feel the Drive“ í ímyndarbæklingnum okkar.

Webasto um allan heim

Webasto er með yfir 50 starfsstöðvar um allan heim og fer framleiðsla fram á yfir 30 þeirra. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar.

Sjálfbærni – grundvallarregla hjá Webasto

Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1901 hefur stefna þess einkennst af ábyrgum viðskiptaháttum. Starfsemi okkar ræðst af fjárhagslegum, vistfræðilegum og félagslegum þáttum sem eru skilgreindir í stefnu fyrirtækisins „ONE Webasto“.