Það besta með dísil og gasi - Blandaðar lausnir.

Webasto og Whale notast við þessa fullkomnu samvirkni og vinna saman að sameiginlegri nýsköpun. Í samstarfinu er lögð áhersla á vöruþróun og vörusamþættingu svo hægt sé að bjóða upp á heildstæðar kerfislausnir fyrir viðskiptavini þeirra. Webasto sér um að kynna þessar lausnir og nýjar vörur á meginlandi Evrópu og styðja við vöruviðhaldsnet Whale í Evrópu fyrir húsbíla.

Því býður Webasto núna upp á nýstárlega blandaða lausn sem gagnast bæði húsbílanotendum og húsbílaframleiðendum. Þetta kerfi sameinar lofthitara Webasto við ketil Whale og skilar heitu vatni og einstökum ávinningi: Snjalllausn fyrir dísilknúna hitun með gasknúnu ketilskerfi - að fullu í gólfi.

Ávinningur

Meira rými þökk sé möguleikanum á uppsetningu að fullu undir gólfi

Skjótur hitunartími þökk sé viðbótarhitunareiginleika.

Há heildarhitunarafköst (5 eða 7 kW)

Hitunarafköst ávallt 100% tiltæk fyrir báðar aðgerðir:

Hitun farþegarýmis og heitt vatn

Mikið framboð á heitu vatni jafnvel yfir vetrartímann

Aukinn farmþungi sem nemur allt að 33 kg

Gashylki endast mun lengur

Sveigjanleiki við uppsetningu: Air Top lofthitara sem og Expanse vatnshitara má koma fyrir inni í eða utan á ökutækinu

Minni þyngd: Aðeins þarf að nota eina eða tvö lítil gashylki sökum díslknúinnar hitunar og LPG gasknúinnar vatnshitunnar.

Einföld uppsetning í fyrirliggjandi skipulagi án þess að aðlaga þurfi húsgögn

Betri sveigjanleiki við meðhöndlun